Skip to Content

Rödd og píanó

Þei, þei og ró, ró

Lengd í mín: 
3:29
Ár samið: 
1925
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Stefán Íslandi syngur í hljóðdæminu


 

Þei, þei og ró, ró.

Brátt mun birtan dofna,

barnið á að sofna.

Þei, þei og ró, ró.

Barnið á að blunda í ró.

 

Þei, þei og ró, ró.

Blessað litla lífið,

laust við jarðarkífið.

Þei, þei og ró, ró.

Blunda elsku barnið í ró.

 

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Gestur

Serenade

Ár samið: 
1923
Texti / Ljóð: 

 

I arise from dreams of thee 
In the first sweet sleep of night, 
When the winds are breathing low, 
And the stars are shining bright 
I arise from dreams of thee, 
And a spirit in my feet 
Has led me -- who knows how? -- 
To thy chamber-window, sweet! 

The wandering airs they faint 
On the dark, the silent stream, -- 
The champak odors fall 
Like sweet thoughts in a dream, 
The nightingale's complaint, 
It dies upon her heart, 
As I must die on thine, 
O, beloved as thou art! 

O, lift me from the grass! 
I die, I faint, I fall! 
Let thy love in kisses rain 
On my lips and eyelids pale, 
My cheek is cold and white, alas! 
My Heart beats loud and fast 
Oh! press it close to thine again, 
Where it will break at last!

 

Hvar í riti: 
Sérprent- íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Percy B. Shelley
Höfundur - annar: 
ísl þýð. Bjarni Jónsson frá Gröf

Dauðs-manns-sundið

Lengd í mín: 
2:44
Ár samið: 
1925
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Hreinn Pálsson syngur í tóndæminu

 

Hún greifafrúin á för yfir Rín

í farkosti léttum og tunglið skín.

Við þernuna sína segir hún þá:

„Hvort sérðu náina fjóra og þrjá,

sem eftir oss leita sér áfram að fleyta?“

En dapurt er dauðsmanns sundið.

 

„Svo vondjarfur riddari var þeirra hver.

Þeir vöfðust með ástum að brjósti mér,

og sóru mér tryggð. En til tryggingar því,

að trúnaðarbrigðum ei lentu þeir í,

ég ört lét þá falla í elfuna falla.“

Því dapurt er dauðsmanns sundið.

 

Og þernan fölnar, en frúin hlær,

og fláan ber hláturinn næturblær

og náirnir gopast niður á hupp

og naglbláa rétta þeir fingurna upp

til eiðspjalls. Þeir banda og augun standa.

Svo dapurt er dauðsmanns sundið.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Heine, Hannes Hafstein þýddi

Haga-sysur

Ár samið: 
1931
Texti / Ljóð: 

 

Þær gengu hraðar inn heiðardal,

og hurfu þaðan í gljúfrasal.

En bak við fjöllin, þar byggja tröllin.

En máninn leið, og mjöllin huldi völlinn.

 

Og síðan ekki við sögu þá.

En svipi þeirra kvað skyggnir sjá,

því bak við fjöllin þeim týndu tröllin.

En máninn leið, og mjöllin huldi völlinn.

 

Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson

Vertu hjá mér

Ár samið: 
1938
Texti / Ljóð: 

Í minningu Böðvars Bjarkan

 

Vertu hjá mér; halla tekur degi;

herra, myrkrið kemur, dylst mér eigi.

Þegar enga hjálp er hér að fá,

hjálparlausra líknin, vert mér hjá.

 

Óðum sólin ævi minnar lækkar;

óðum heimsins gleði ljósum fækkar;

breytist allt og hverfur þá og þá;

þú, sem aldrei breytist, vert mér hjá.

 

Bend mér upp og yfir tjöldin skýja upp mig tak.

Lát jarðarmyrkrin flýja fyriri ljósi landinu engla frá.

Í lífi og dauða, herra, vert mér hjá.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Stefán Thorarensen þýddi

Andvaka

Lengd í mín: 
1:55
Ár samið: 
1929
Texti / Ljóð: 

 

Úti nóttin andar hljótt;

Engar raddir kvaka.

Samt ég get ei sofið rótt,

sækir að mér vaka.

„Bí, bí og blaka.“

 

Allt, sem magnar eymd og kvöl

inn í hugann skríður

hitt, sem gjarnast bugar böl

burt úr honum sýður.

Lág nættið líður.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson

Kæra vor

Ár samið: 
1933
Texti / Ljóð: 

Eyjólfur Eyjólfsson syngur í tóndæminu,

Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó


 

Kæra vor þú blessar enn í bæinn,

börnin taka kát í þína hönd,

þú tókst með þér sunnan yfir sæinn

sólskinskvöld og  blóm á fjall og  strönd.

 

Tíndu til hvern geisla sem þú getur,

gefðu hverjum bros í augu sín.

Hvernig ættu´ að vaka heilan vetur

vonir okkar nema bíða þín.

 

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Þorsteinn Erlingsson

Þú leggur aftur leiðir

Ár samið: 
1910
Texti / Ljóð: 

 

Þú leggur aftur leiðr,

mitt ljúfa kvöld hér inn

og blæju´ á þilin breiðir

og bókaskápinn minn.

Og aðeins hæstu hljóma

ég heyri´ af lífsins söng

sem gamla unaðsóma

um aldin kirkjugöng.

 

Ég kenni kæran skara

í kórnum, æsku frá.

Þeir koma, kveðja fara

sem kyrr og straumlygn á.

Ég þykist brosið blíða

á bernskudraumum sjá.

Og látna vini líða

ég lít í móðu hjá.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Ferdinant Avenarius - Guðm. Guðmundsson

Friðarbæn

Ár samið: 
1943
Texti / Ljóð: 

 

Lyftið nú, englar, ljóðastöfum mínum.

Ljósanna Drottinn kraft frá hæðum þínum

send nú til vor í sannleiksgeisla flóði,

um sigrandi máttinn bið þú hirðir góði.

Föðurinn þann, sem lætur lífið anda;

lítið í náð til hinna myrku stranda.

 

Sigrandi hljómi sendiboðar megi

svífa til jarðar nú á þessum degi.

Upp móti sólu hrelldar sálir hefja

himneskum klæðum um þá særðu vefja.

Blessa, þú Faðir, stund og vígða staðinn.

streng milli hnatta helgan geislavaðinn,

algæska þín svo birtist börnum smáum.

Blikgeislaröst frá sigurhvelum háum

flæði um lönd, um höf og álfur allar.

Eilífi Faðir, hirðir barnið kallar.

Guð allra guða, legg þú englum lið.

Leyf þú að birti, gef á jörðu frið.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG

Gamla konan

Ár samið: 
1937
Texti / Ljóð: 

 

En það djúpa, dauða myrkur,

dánir sofa fast og rótt,

Hvað er þetta? Hringt í fjarlægð?

Hringt? Æ, það er jólanótt.

 

Ég hef beðið, ég hef grátið,

ég hef vakað tíma gleymt,

út í rökkrið, út í rökkrið,

öll mín hugsun fjarað, streymt.

 

En það myrkur. Einhversstaðar

á ég gamalt kertisskar,

það er best að láta loga

ljós á arni minningar.

 

Slitnum feldi´ að fótum sveipa,

flytja´ að borði gamlan stól,

hallast út af, horfa í ljósið,

halda svo með drengnum jól.

 

Ein með honum, ó nei, jólin

ein ég held með Guði í kvöld.

Banna mér að rekja rauna

þræði himin völd.

 

Brostin eina ellistoðin

einkasoninn geymir fold,

fallinn eins og hetja´ í hildi,

hulin Frakklands göfgu mold.

 

Eins og milli heims og helju

hvíli ég í vökulok.

Kynlegur sígur höfgi á hvarma,

huga þjakar torbært ok.

 

Þungar gátur sál og sinni

sækja heim, er allt er hljótt.

Gef mér þreyttri friðinn, friðinn,

frelsari minn á jólanótt.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur