Skip to Content

Dauðs-manns-sundið

Lengd í mín: 
2:44
Ár samið: 
1925
Tóndæmi: 

You are missing some Flash content that should appear here! Perhaps your browser cannot display it, or maybe it did not initialize correctly.

Texti / Ljóð: 

Hreinn Pálsson syngur í tóndæminu

 

Hún greifafrúin á för yfir Rín

í farkosti léttum og tunglið skín.

Við þernuna sína segir hún þá:

„Hvort sérðu náina fjóra og þrjá,

sem eftir oss leita sér áfram að fleyta?“

En dapurt er dauðsmanns sundið.

 

„Svo vondjarfur riddari var þeirra hver.

Þeir vöfðust með ástum að brjósti mér,

og sóru mér tryggð. En til tryggingar því,

að trúnaðarbrigðum ei lentu þeir í,

ég ört lét þá falla í elfuna falla.“

Því dapurt er dauðsmanns sundið.

 

Og þernan fölnar, en frúin hlær,

og fláan ber hláturinn næturblær

og náirnir gopast niður á hupp

og naglbláa rétta þeir fingurna upp

til eiðspjalls. Þeir banda og augun standa.

Svo dapurt er dauðsmanns sundið.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Heine, Hannes Hafstein þýddi


Drupal vefsíða: Emstrur