Bak við fjöllin
Ár samið:
1936
Texti / Ljóð:
Bak við fjöllin röðull rennur,
rótt til morguns hvílir.
Ekkert hálmþak heima fyrir
höfði mínu skýlir.
Útlaganum ættjörð sviftum
út er hýst í hverjum ranni.
Hvergi blíðu brosi
beint að förumanni.
Bak við fjöllinn röðull rennur,
rótt til morguns sefur,
uns við ljóð úr leynum skóga
ljúf hún vaknað hefur.
Skyldi hún nokkru sinni senda
sólbros mér í heiði?
Ætli gæfan frið mér færi
fyrr en undir leiði?
Hvar í riti:
88 KÓRLÖG
PDF skjal:
Höfundur texta:
Ludwik Kondratowicz
Höfundur - annar:
Guðmundur Guðmundsson þýddi