Skip to Content

Friðarbæn

Ár samið: 
1943
Texti / Ljóð: 

 

Lyftið nú, englar, ljóðastöfum mínum.

Ljósanna Drottinn kraft frá hæðum þínum

send nú til vor í sannleiksgeisla flóði,

um sigrandi máttinn bið þú hirðir góði.

Föðurinn þann, sem lætur lífið anda;

lítið í náð til hinna myrku stranda.

 

Sigrandi hljómi sendiboðar megi

svífa til jarðar nú á þessum degi.

Upp móti sólu hrelldar sálir hefja

himneskum klæðum um þá særðu vefja.

Blessa, þú Faðir, stund og vígða staðinn.

streng milli hnatta helgan geislavaðinn,

algæska þín svo birtist börnum smáum.

Blikgeislaröst frá sigurhvelum háum

flæði um lönd, um höf og álfur allar.

Eilífi Faðir, hirðir barnið kallar.

Guð allra guða, legg þú englum lið.

Leyf þú að birti, gef á jörðu frið.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG


Drupal vefsíða: Emstrur