Skip to Content

Dags lít ég deyjandi roða.

Ár samið: 
1923
Tóndæmi: 

You are missing some Flash content that should appear here! Perhaps your browser cannot display it, or maybe it did not initialize correctly.

Texti / Ljóð: 

Eyjólfur Eyjólfsson syngur í tóndæminu

Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó


Dags lít ég deyjandi roða,

drekkja sér norður í sæ,

grátandi skýin það skoða,

skuggaleg uppyfir bæ.

 

Þögulust nótt allra nótta,

nákyrrð þín ofbýður mér,

stendurðu´ á öndinni´ af ótta?

Eða hvað gengur að þér?

 

Jörð yfir sofandi síga

svartýrðar lætur þú brýr.

Tár þín á hendur mér hníga,

hljótt en ég finn þau samt skír.

 

Verður þér myrkum á vegi.

Vesturför óyndisleg?

Kvíðir þú komandi degi,

kolbrýnda nótt, eins og ég?

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Björn Halldórsson


Drupal vefsíða: Emstrur