Skip to Content

Rödd og píanó

Svanasöngur Kolbeins Tumasonar

Ár samið: 
1938
Texti / Ljóð: 

 

Heyr þú himnasmiður,

hvers er skáldið biður.

Kom í mjúk til mín

miskunin þín.

Því heiti´ ég á þig

þú hefur skapaðan mig.

Ég er þrællinn þinn.

Þú ert drottinn minn.

 

Guð heit ég á þig

að þú græðir mig.

Minnstu mildingur mín.

Mest þurfum þín.

Ryddu röðla gramur,

ríklyndur og framur,

hölds hverri sorg

úr hjartaborg.

 

Gættu, mildingur mig,

mest þurfum þín,

hölds hverja stund

á höldagrund.

Sendu meyjarmögur

málsefnin fögur.

Öll er hjálp af þér

í hjarta mér.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Kolbeinn Tumason

Íslenskt sálmalag

Ár samið: 
1931 raddsett
Texti / Ljóð: 

 

Víst ertu Jésú kóngur klár,

kóngur dýrðar um eilíf ár.

Kóngur englanna kóngur vor,

kóngur almættis tignarstór.

 

Jésú, þín kristni kýs þig nú,

kóngur hennar einn heitir þú.

Stjórn þín henni svo haldi við,

að himneskum nái dýrðarfrið.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Hallgrímur Pétursson
Höfundur - annar: 
Björgvin Guðmundsson raddsetti

Ættjarðarást

Ár samið: 
1941
Texti / Ljóð: 

 

 

A öllum löndum ég elska mest

mitt eigið land, og mér finnst það best.

Þar gæfu vann ég, þar gleði fann ég

og gæði flest.

 

Ég elska málið, svo hreint og hlýtt,

svo hvellt sem stálið og þó svo blítt.

Það menntun bar oss og blessun var oss

við blítt og strítt. 

 

Ég elska niðinn í stríðum straum,

og stormaflauminn í bylgjuflaum,

og loftið tæra og ljósið skæra

sem ljúfan draum.

 

Ég elska vorið með blóm við barm,

og bjartar nætur með sól við arm,

og skúrir dýrar og döggvar skírar

af dagsins hvarm.

 

 
Hvar í riti: 
SJÖTÍU OG SJÖ SÖNGVAR handa barna- og kvennakórum
Höfundur texta: 
Páll J. Árdal

Í hljóðri kyrrð

Lengd í mín: 
3:19
Ár samið: 
1923
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Ragnheiður Guðmundsdóttir syngur í hljóðdæminu

Guðmundur Jónsson leikur á píanóið

                                            

Í hljóðri kyrrð við mánans milda skin,

þá mæðudagur enn er liðinn hjá,                                       

ég mæni ein á eftir horfnum vin                                         

sem ásamt lífs míns helgidómi hvarf mér frá.                     

 

Hljótt, hve hljótt nú hvísla laufin smá

um huldar stjörnur bak við reikul ský.

Minn hugur leitar við af hjartans þrá,

að hrópa dánu vonirnar til lífs á ný.

 

Ört líður stund, og gróa sollin sár,

og svo má gleðin enn þá hlotnast mér.

En einnig gengnum advökur og tár,

mér unað fær, að minnast þín, og mest að unna þér.

 

The original text

 

The winds are still, the moonbeams flood tha plain.

The evening mourns the day with tears of dew,

My heart is strongly moved, and once again

All trough the summer night I dream my dreams of you.

 

Peace, quite calm, awhispering cloud floats by.

The leaves are whispering of the stars that shine.

My thoughts go to the land of hopes that die,

Of hopes that promised that my love was truly mine.

 

Life´s shadows pass, the hours of pain go by,

And love´s sweet happieness will wake anew.

But while I tarry mid the days that die

My life is sweeter for that thought, that memory of you.

 

 

 
 

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson þýddi
Höfundur - annar: 
Sigurlaug W. Guðmundsson

Söngur Þuríðar (úr sjónleiknum Fróðá)

Lengd í mín: 
5:27
Ár samið: 
1938
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Ragnheiður Guðmundsdóttir syngur í tóndæminu

Guðmundur Jónsson leikur á píanóið

 

Í fjörusandi bláum ég fornar slóðir rek,

ég fleyti gömlum skeljum og tíni brotin sprek,

á grónum leiðum sit ég ein í sorgum.

Og þó er leit mín bannfærð og sérhver minning sek,

er sveimar yfir þessum hrundu borgum.

 

Ég man, að kveldsins eldur á háum heiðum brann,

en húmsins myrka elfur gegnum skógarkjarrið rann,

er svanur hvarf til fjalls af fjörusandi

ég tíndi hvítu fjaðrirnar, sem féllu þegar hann

til flugs sig hóf og bjarta vængi þandi.

 

Ég vet að heima´ er beðið og vinir fagna mér,

og vorið nýja kallar senn og býður fylgd með sér

og lætur um sig leika hlýja strauma.

En þessar hvítu fjaðrir við brjóst mitt enn ég ber

sem bjarta minning fyrstu ástardrauma.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Jóhann Frímann

Söngur Björns (úr sjónleiknum Fróðá)

Ár samið: 
1937
Texti / Ljóð: 

 

Ég veit að enn er langt í land

og liðið gerist þreytt,

og kannski fram að Fróðársand

loks flýtur sprekið eitt.

 

Það sakar ekki heldur hót,

því hugur minn á stefnumót,

mun svífa djarft um sollin höf,

þótt sigi skip í vota gröf.

 

Ég kannast við hinn góða gest,

er gisting hjá þér hlaut:

Af öllum þó á beði best,

ég blíðu þína naut.

 

Þótt aðrir bændur ættu þig

og einn ég færi´ um refilsstig,

ég skeytti´ ei hót um boð né bann,

því best þú kysstir sekan mann.

 

Ég elska þig, ég elska þig,

því yfir mér og kringum mig

er sífellt æskusvipur þinn

á sveimi hljótt um bústað minn.

 

Þér vindar, treystið stöng og stög,

þér stormar, herðið skrið.

Því faðmlög eru einu lög,

sem ástin kannast við.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Jóhann Frímann

Hann Tosti (sóló)

Lengd í mín: 
0:58
Ár samið: 
1925
Texti / Ljóð: 

Eyjólfur Eyjólfsson syngur í tóndæminu, Anna Guðný spilar

 

Við stafinn Tosti talar sinn, hann Tosti.

„Er traustur ísinn, stafur minn?“ kvað Tosti.

Í nístandi frosti.

Og stafurinn  talar Tosta við:

„Þú Tosti. Hvort traust er svellið vittu til, þú Tosti.“

Í gnístandi frosti.

Hann Tosti út á ísinn gekk, hann Tosti.

Og illa skvompu þegar fékk, hann Tosti.

Í gnístandi frosti.

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Hannes Hafstein (Þýtt)

Hvar mun skjól?

Ár samið: 
1933
Texti / Ljóð: 

Til Gamla fólksins

 

Hvar mun skjól og frið fá

fölnað sinu hvítt strá?

Stormar dynja ört á,

einatt niður það slá.

Horfi´ ég út í hrímskjá,

hríðarblikan er grá.

Senn mín lokast bleik brá,

brosir gröfin við tá.

 

Óðum styttist lífs leið

löng þó sé og ógreið.

Minnar ævi allt skeið

ýmsri hefir sætt neyð.

Senn fæst lausnin sár þreyð,

sálin lengi þess beið.

Yfir mín, herra, brot breið

borgun fyrir þinn deyð.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Bólu-Hjálmar

Sá ég blikubólstra svarta

Ár samið: 
1935
Texti / Ljóð: 

 

Sæla ung, er söng mér vakti

svifin er að fullu braut.

Þráður er minn andi rakti

áfram, brast í sorg og þraut.

 

Sé ég blikubólstra svarta

byrgja þreyðan söngvageim.

Getur vor með vængi bjarta

vakað enn að baki þeim?

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Hulda

Kvöld

Ár samið: 
1925
Texti / Ljóð: 

 


Nú blika við sólarlag sædjúpin köld; 
ó, svona’ ætti’ að vera hvert einasta kvöld, 
með hreinan og ljúfan og heilnæman blæ, 
og himininn bláan og speglandi sæ. 

Ó, ástblíða stund, þú ert unaðssæl mér, 
því allt er svo ljómandi fagurt hjá þér, 
(og hafið hið kalda svo hlýlegt og frítt, 
og hrjóstruga landið mitt vinlegt og blítt.
 )*

Og fjallhnúka raðirnar rísa í kring, 
sem risar á verði við sjóndeildarhring; 
og kvöldroðinn brosfagur boðar þar drótt
hinn blíðasta dag eftir ljúfustu nótt.
 

*(texti innan sviga er felldur út í lagi Björgvins)

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Þorsteinn Erlingsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur