Að sumbli
Ár samið:
1959
Texti / Ljóð:
söngvísa
Hver sólbjört meyja sofnuð er
og sefur vært og rótt:
Vér skulum, sveinar sitja hér
að sumbli' í alla nótt.
Þótt allt sé annað dauft og autt og hljótt,
vér glymja látum ungan óð í alla nótt.
Sem vinir tökum vinarhönd
og vaki saman drótt,
því senn mun ljóma sól um lönd
og sigruð flýja nótt.
Því treystum allir enn, að Íslandsþjóð
hún eigi framtíð: föng og menn með framgjarnt blóð.
Hvar í riti:
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
PDF skjal:
Höfundur texta:
Hannes Hafstein