Sál mín bið þú, bið og stríð þú,
bið og stríð þú í von og trú.
Lát eigi þreytast, lið mun þér veitast,
lið mun þér veitast ef biður þú.
Lít til hæða, lít til hæða
lát ei hræða þig jarðneskt böl.
Faðir þinn sér þig, föðurhönd ver þig
föðurhönd ver þig og léttir kvöl.
Tíðn líður, loks þín bíður,
loks þín bíður á himni ró.
Bróðir minn besti, mannvinur mesti,
mannvinur besti þar stað þér bjó.