Aldrei skal ég eiga flösku
Ár samið: 
    
                    1957        
        Texti / Ljóð: 
    
Aldrei skal ég eiga flösku,
aldrei drekka brennivín.
Aldrei reiða ull í tösku,
aldrei bera tóbaksskrín.
Aldrei róa, aldrei slá,
aldrei neinni/ neinum sofa hjá.
Aldrei vaka, aldrei sofa,
aldrei neinu góðu lofa.
Aldrei róa, aldrei slá,
aldrei neinni/ neinum sofa hjá.
Aldrei skal ég eiga flösku,
aldrei neinni/ neinum sofa hjá.
Hvar í riti: 
    
                    Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins        
        PDF skjal: 
    
Höfundur texta: 
    
                    Gamall húsgangur        
        
      