Skip to Content

Draumadísin

Ár samið: 
1933
Texti / Ljóð: 

Í svefni ég sé þig værum, 

þitt svífur fleyið dátt

á sævi silfur skærum

við sætan hörpuslátt.

 

Und friðar björtum boga 

þú birtist mér í dúr.

Sem sól ég lít þig loga

er laugar sumarskúr.

 

Þinn hljóm er ljúft að heyra

og himinfegurð sjá,

en eitt er öllu meira

sem aldrei deyja má.

 

Þín mildin miskunandi

og meðaumkvunar hryggð.

Þinn  elskuríkur andi

og innilega tryggð.

 

Hver kann sem þú að þýða

allt það sem augun tjá,

við þrautir þolgóð stríða

og þerra grátna brá?

 

Þeim sorgin sætast gleymist,

er sólhýrt bros þitt skín.

Hver draumur sætast dreymist

í dýrðarörmum þín.

 

Um morgun æfi minnar

ég man það geislabál

sem vitund veru þinnar

mér vakti ungri sál. 

 

Það kom frá himnahöllu

allt heilagt leist mér þá.

Þú fagra, fyrst af öllu

ég fann þig, heyrði og sá.

 

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Steingrímur Thorsteinsson


Drupal vefsíða: Emstrur