Skip to Content

Gamla konan

Ár samið: 
1937
Texti / Ljóð: 

 

En það djúpa, dauða myrkur,

dánir sofa fast og rótt,

Hvað er þetta? Hringt í fjarlægð?

Hringt? Æ, það er jólanótt.

 

Ég hef beðið, ég hef grátið,

ég hef vakað tíma gleymt,

út í rökkrið, út í rökkrið,

öll mín hugsun fjarað, streymt.

 

En það myrkur. Einhversstaðar

á ég gamalt kertisskar,

það er best að láta loga

ljós á arni minningar.

 

Slitnum feldi´ að fótum sveipa,

flytja´ að borði gamlan stól,

hallast út af, horfa í ljósið,

halda svo með drengnum jól.

 

Ein með honum, ó nei, jólin

ein ég held með Guði í kvöld.

Banna mér að rekja rauna

þræði himin völd.

 

Brostin eina ellistoðin

einkasoninn geymir fold,

fallinn eins og hetja´ í hildi,

hulin Frakklands göfgu mold.

 

Eins og milli heims og helju

hvíli ég í vökulok.

Kynlegur sígur höfgi á hvarma,

huga þjakar torbært ok.

 

Þungar gátur sál og sinni

sækja heim, er allt er hljótt.

Gef mér þreyttri friðinn, friðinn,

frelsari minn á jólanótt.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson


Drupal vefsíða: Emstrur