Skip to Content

Akureyri

Ár samið: 
1949
Texti / Ljóð: 

 

Þú ert fögur, Akureyri,

Eyjafjarðar bær.

Aðrir bæir eru meiri,

enginn samt þér nær.

 

Þú ert veitul vinum glöðum,

vinnur huga manns,

framar öllum örum stöðum

yndi þessa lands.

 

Um þig bjartur ljómi leikur,

lífgar bæ og fjörð.

Einhver, sem  er orðinn smeykur

um hið fagra' á jörð.

 

Ætti að koma, ætti að sjá þig

einhvern sólskins dag

svo hann geti eins og áður

unað sínum hag.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Sigurður Norland


Drupal vefsíða: Emstrur