Skip to Content

Á Hólum

Ár samið: 
1932
Texti / Ljóð: 

Á Hólum.– Karlakórslag frá 23. maí 1932. Prentað í 88 Kórlög 1945, samið samkvæmt beiðni í tilefni af 50 ára afmælishátíð Hólaskóla, sem fór fram þar á staðnum 25. júní sama ár og sungin þar í fyrsta skipti af karlakórnum Geysi á Akureyri.


Á Hólum klukkurnar hringja

mót hækkandi júní sól

og djáknar dillandi syngja,

svo dunar á hverjum hól.

Allt er á ferð og iði,

af andans og hjartans friði

og horfir á Hólastól.

Frá guði kemur sú gáfa,

sem gleður þig norðursjót.

Hún kom ei frá kúríu og páfa. 

Hún er kvistur af frjálsri rót.

Sitt fólk vill nú biskup blessa,

nú byrjar hans fyrsta messa.

Með sigur og siðabót. 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Matthías Jochumsson


Drupal vefsíða: Emstrur