Skip to Content

Rödd og píanó

Löng er nóttin

Ár samið: 
1926
Texti / Ljóð: 

 

Löng er nóttin sekri sál,

sumir mega hvergi vera.

Þyngst af öllu er að bera

einn sín þöglu leyndarmál.

 

Alltaf þegar sól er sest,

sorgir mínar allar vakna.

Það er mitt að þrá og sakna

þeirra sem ég unni mest.

 

Kom þú svefn, og gef mér grið.

Gef þú mér af auðlegð þinni

eina stund af æsku minni,

andartak sem veitir frið.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Nótt

Ár samið: 
1932
Texti / Ljóð: 

 

Nú máttu hægt um heiminn líða,

svo hverju brjósti verði rótt,

og svæfa allt við barminn blíða,

þú bjarta heiða júlínótt.

 

Og gáttu vær að vestursölum,

þinn vinarljúfa friðarstig,

og saklaus ást í Íslands dölum

um alla daga blessi þig.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Þorsteinn Erlingsson

Lágnætti

Lengd í mín: 
2:20
Ár samið: 
1933
Texti / Ljóð: 

 

Svefn á hvarma sígur,

sól til viðar hnígur,

fugl að hreiðri flýgur,

á fold húmið stígur.

 

Uppi álftir kvaka,

undir bergmál taka.

Engu álög þjáka.

Nú einn skal ég vaka.

 

Man ég skort og munað,

man ég sorg og unað,

man ég atlot meyja,

man ég vonir deyja.

 

Vorið vekur heima,

vítt skal hugur sveima,

vetrarviðjum gleyma

og vakandi dreyma.

 

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
F. Jónsson

Móðursorg

Heiti verks: 
Móðursorg
Þátttur númer: 
I, II og III
Ár samið: 
1929
Texti / Ljóð: 

 

I. SEM ÓSUNGIÐ HARM-LJÓÐ

 

Sem ósungið harmljóð í hjartað inn sig húmið grefur,

er engilinn sinn, þann hjartfólgna einasta vin,

hún örmum vefur

við náttlampans skin.

Og kvíðinn og treginn kvelur önd,

er kyssir hún sofandi barnsins hönd.

 

II. HVERT ANDVARP HENNAR

 

Hvort andvarp hennar sem ljóð og lag.

Á lágstriltri hörpu ég kenni.

Sem þögnin og höfugt hjartaslag,

í hljómbylgju saman renni.

Og sál hennar verði söngbæn hljóð

er sveitin drýpur af enni.

 

III. LÁTTU EKKI GUÐ MINN LJÓSIÐ MITT

 

Láttu´ ekki guð minn ljósið mitt

ljósið mitt deyja frá mér.

Einasta hjartans yndið mitt.

Augasteinninn og lífið mitt.

Lof mér að hafa það hjá mér.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Sólin ei hverfur

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

                         Eyjólfur Eyjólfsson syngur í hljóðdæminu Anna Guðný leikur á píanó

 

Sólin ei hverfur né sígur í kaf.

Situr á Norðurhafs straumi.

Vakir í geislum hver vættur er svaf,

vaggast í ljósálfa glaumi.

Sveimar með himninum sólglitað haf

sem í draumi.

 

Miðnættið glóir við gullskýjabönd,

glymur af himneskum söngvum.

Tveir kveða svanir við rósfagra rönd,

raddhljóðum sætum og löngum

hljómar um æginn, ómar við strönd,

út með dröngum .

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Steingrímur Thorsteinsson

Hátt ég kalla

Ár samið: 
1931
Texti / Ljóð: 

Hátt ég kalla, hæðir fjalla

hrópið með til drottins halla.

Mínum rómi, ljóssins ljómi,

lyft þú upp að herrans dómi.

 

Ég vil kvaka, ég vil vaka 

allt til þess þú vilt mig taka.

Til þín hljóður, guð minn góður,

græt ég eins og barn til móður.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Matthías Jochumsson

Í rökkurró - einsöngslag

Lengd í mín: 
2:45
Ár samið: 
1932
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Sveinn Dúa syngur í hljóðdæminu

Í rökkurró hún sefur

með rós að hjarta stað.

Sjá haustið andað hefur 

í hljóði´ á liljublað.

 

Við bólið blómum þakið

er blækyrr helgiró.

Og lágstillt lóu kvakið

er liðið burt úr mó.

 

Í haustblæ lengi lengi

um lingmó titrar kvein.

Við sólhvörf silfri strengi

þar sorgin bærir ein.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Sofðu, unga ástin mín

Ár samið: 
1924
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Eivör Pálsdóttir syngur í tóndæminu

Sofðu, unga ástin mín,

úti regnið grætur.

Mamma geymir gullin þín,

gamla leggi´ og völuskrín.

Við skulum ekki vaka´ um dimmar nætur.

 

Það er margt sem myrkrið veit.

Minn er hugur þungur.

Oft ég svartan sandin leit

svíða grænan engi reit.

Í jöklinum hljóða dauða djúpar sprungur.

 

Sofðu, unga ástin mín,

úti regnið grætur.

Mamma geymir gullin þín,

gamla leggi og völuskrín.

Við skulum ekki vaka´ um dimmar nætur.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Jóhann Sigurjónsson

Tunglið, tunglið taktu mig

Ár samið: 
1933
Texti / Ljóð: 

 

Tunglið, tunglið taktu mig,

berðu mig upp til skýja.

Dvelur þar hún móðir mín

í himninum hlýja.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Þjóðvísa, nokkuð breytt

Í Dalnum

Ár samið: 
1932
Texti / Ljóð: 

 

Í Dalnum

Við sjóinn frammi lengur ég ei undi.

Önd mín þráði söng í birkilundi.

Upp frá ægi svala einn ég gekk til dala,

við mér blasti fegurð fjallasala.

 

Þá sat ég þar und viðarrunni vænum.

Var sem heyrði´ ég rödd í sunnan blænum:

Upp við hamrahliðin heyrðu fuglakliðinn 

saman blandast ljúft við lækjaniðinn.

 

Ef kominn ertu hryggur heims úr glaumi.

Hér er rótt hjá mínum bláa straumi.

Upp við hamrahliðin heyrðu lóu kliðinn

blandast angur blítt við lækjaniðinn.

 

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Steingrímur Thorsteinsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur