Skip to Content

Bassi

Í upphafi var orðið

Ár samið: 
1914
Texti / Ljóð: 

Til Davíðs Jónassonar


Bassi/ bariton sóló

Í upphafi var orðið,

og orðið var hjá Guði,

og orðið var Guð;

Það var í upphafi hjá Guði.

Allir hlutir eru fyrir það gjörðir.

Án þess er ekkert orðið til,

af því sem er til.

 

Kór

Í því var líf, og lífið var mannanna ljós.

 

sóló

Og ljósið skein í myrkrinu,

og myrkrið meðtók það ekki.

 

kór

Í því var líf, og lífið var mannanna ljós.

Og ljósið skein í myrkrinu.

Og ljósið skein og myrkrið meðtók það ekki.

Verði ljós.

Lýsi Guðs himneska ljós.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið handrit á handritasafni Landsbókasafnsins og hjá Íslenskri Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Biblíutexti

Öld, þú sem nýborin horfir til hæða

Heiti verks: 
FRIÐUR Á JÖRÐU
Þátttur númer: 
IV. ÞÁTTUR
Númer í Kantötu: 
43
Ár samið: 
1917
Hvar í riti: 
FRIÐUR Á JÖRÐU Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Mér gefur sýn

Heiti verks: 
FRIÐUR Á JÖRÐU
Þátttur númer: 
III. ÞÁTTUR
Númer í Kantötu: 
25
Ár samið: 
1917
Hvar í riti: 
FRIÐUR Á JÖRÐU Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Kanaan og Sýrlandi

Heiti verks: 
FRIÐUR Á JÖRÐU
Þátttur númer: 
II. ÞÁTTUR
Númer í Kantötu: 
15
Ár samið: 
1917
Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Þér landnemar

Heiti verks: 
ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR
Númer í Kantötu: 
II
Lengd í mín: 
3:33
Ár samið: 
1929
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

 

Flytjendur í tóndæminu: Söngsveitin Fílharmónía og Sinfóníuhljómsveit Íslands

undir stjórn Páls Pampikler Pálssonar. Hljómsveitarútsetning Hallgrímur Helgason.   


                 II.

 Bass solo 

 

Þér landnemar, hetjur af konungakyni,

sem komuð með eldinn um brimhvít höf,

sem stýrðuð eftir stjarnanna skini

og stormana hlutu í vöggugjöf –

synir og farmenn hins frjálsborna anda,

þer leituðu landa.

Í særoki klufuð þér kólguna þungu,

komuð og sáuð til stranda.

 

 

Karlakór

Í fjalldölum fossarnir sungu.

Að björgum brimskaflar sprungu.

Vér blessuðu Ísland á norræna tungu.

 

 

Blandaður kór

Fossarnir sungu,

og fjöllin bergmála enn:

Heill yður, norrænu hetjur.

Heill yður, íslensku landnámsmenn.

 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Kvöldsett var nokkuð

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Þriðji Þáttur
Númer í Kantötu: 
37
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

Guðmundur Guðmundsson syngur í tóndæminu


Kvöldsett var nokkuð, er kom ég heim, -

   hjá kvíunum ærnar lágu;

frá bænum í logninu lagði’ upp eim

   í loftsala tjöldin bláu. - -

Hestinn minn batt ég við hestastein

   og heilsaði pabba mínum,-

hann brosti’, en ég sá að sorgin skein

svo sárþung og djúp og svo hrein

   í augunum dökkum og ennis línum.

 

Tvo fallega jóa ég söðlaða sá

   þar saman í tröðunum standa. –

Mér varð litið föður minn aftur á, -

   það var eins og hann kæmist í vanda.

- „Er nokkur á ferð hérna, faðir minn?“

- - Fyrst var hann dapur og hljóður:

„ Já svo er það, sonur minn, góður, -

ég sótti í morgun læknirinn.“

-   „Hvað er að?“ – Þá tárgaðist öldungs bráin:

„Hún unnusta þín er – dáin!“

(-   - -  Ég greip í steinvegg að styja mig,

sú stunga var sár. – Hún var dáin.*)

)*texta innan sviga er sleppt í söngdrápunni

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Hvítum tindum falda földum

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
31
Ár samið: 
1915-1932
Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Hefði ég vængi

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
23
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

Hefði’ ég vængi valsins fráa,

vinan kær, ég lyfti þér

upp í loftið ljósa, bláa,

liði yfir tindinn háa, -

            ó, ég skyldi skemmta mér!

Mig ég hvíldi á hæsta tindi,

            hvíldi mig við brjóstin þín, -

svifi móti sunnan vindi

seint og hægt í vorsins yndi,

þegar sól í suðri skín.

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Og kotið litla

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
16
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

 

Og kotið litla varð konungshöll

            og krýnd var hún þar sem drottning;

ég sýndi' henni kærleiks atlot öll

ég sýndi’ henni kærleiks atlot öll

            og einlæga, djúpa lotning.

Hún snerti heila míns hverja taug

og hjarta míns dýpstu strengi, -

þeim strengleikum ann ég og óðlög þau

            ég elska, - þau hljóma lengi!

 

* *  *

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Við gengum er morgunsins brosti brá

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
15
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

Við gengum, er morgunsins brosti brá

            og blástjarnan þorði´ ekki´ að vaka

á engjarnar, - ég var með orf og ljá,

            hún átti´ að fara´ að raka.

Og saman við gengum, er sólin rann

            og signdi hlíðina’ og bæinn;

ég tala sem fæst um teiginn þann,

            sem til var þá eftir daginn.

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur