Svo segir Guð:
„Varðveitið réttinn. Iðkið dyggðir.
Því sjá mitt hjálpræði fer í hönd.
Og mín náð skal opinberast.“
kór
Ó dýrð sé þér, þín ást skín yfir oss,
og í þér lifum og hrærumst vér.
En afbrot okkar eru mörg í augum þínum,
og í gegn oss vitna stórar syndir.
Ó, vér mænum á miskunsemi þína,
ó, minnstu vor drottinn, í kærleika þínum.
Ó heyr þá bæn. Því þú, ó, guð, þú ert vor faðir.
Vér erum líf af lífi þínu, og vér þráum að tilheyra þér
Því þú, ó, guð ert vor faðir.