Skip to Content

Bassi

Við sáumst fyrst börn

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
5
Lengd í mín: 
3:18
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

Við sáumst fyrst börn, þar sem bærinn minn

á brúnunum grænu stendur,

er útsynningarnir klappa´á kinn,

svo kúrulegur og stormbarinn; -

þar brosa við túnin  blómþakin,

þar blikar í fjarska´á háfjöllin,

sem rétta til himins hendur. -

Þar komstu með æskunnar árroða´ á kinn

sem engill af himni sendur!

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Svo segir Guð:

Heiti verks: 
TIL KOMI ÞITT RÍKI - Helgikantata
Númer í Kantötu: 
3
Ár samið: 
1924
Texti / Ljóð: 

Svo segir Guð:

„Varðveitið réttinn. Iðkið dyggðir.

Því sjá mitt hjálpræði fer í hönd.

Og mín náð skal opinberast.“

 

kór

Ó dýrð sé þér, þín ást skín yfir oss,

og í þér lifum og hrærumst vér. 

En afbrot okkar eru mörg í augum þínum,

og í gegn oss vitna stórar syndir.

Ó, vér mænum á miskunsemi þína,

ó, minnstu vor drottinn, í kærleika þínum.

Ó heyr þá bæn. Því þú, ó, guð, þú ert vor faðir.

Vér erum líf af lífi þínu, og vér þráum að tilheyra þér

Því þú, ó, guð ert vor faðir. 

 

 

Hvar í riti: 
Til komi þitt ríki, fjölritað hefti
Höfundur texta: 
Biblíutexti

Góðvinur Hallur

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Fyrri þáttur
Númer í Kantötu: 
10
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

Tón. Þórhallur spám.

Góðvinur Hallur, þó þér hlýði ég,

haustboði þínu kvíði ég.

Voðalaus ei verður veislan sú.

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

Veit ég þinn arfi verður í starfi

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Fyrri þáttur
Númer í Kantötu: 
8
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

Sóló. Þórhallur spám. (Bassi)

Veit ég þinn arfi verður í starfi,

þjóðvaxtar þarfi, hinn þegnskapar djarfi.

Hnípi ég yfir hljóðum grun, --

hann er í hvarfi. 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur