Skip to Content

Við gengum er morgunsins brosti brá

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
15
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

Við gengum, er morgunsins brosti brá

            og blástjarnan þorði´ ekki´ að vaka

á engjarnar, - ég var með orf og ljá,

            hún átti´ að fara´ að raka.

Og saman við gengum, er sólin rann

            og signdi hlíðina’ og bæinn;

ég tala sem fæst um teiginn þann,

            sem til var þá eftir daginn.

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson


Drupal vefsíða: Emstrur