Skip to Content

Hvar mun skjól?

Ár samið: 
1933
Texti / Ljóð: 

Til Gamla fólksins

 

Hvar mun skjól og frið fá

fölnað sinu hvítt strá?

Stormar dynja ört á,

einatt niður það slá.

Horfi´ ég út í hrímskjá,

hríðarblikan er grá.

Senn mín lokast bleik brá,

brosir gröfin við tá.

 

Óðum styttist lífs leið

löng þó sé og ógreið.

Minnar ævi allt skeið

ýmsri hefir sætt neyð.

Senn fæst lausnin sár þreyð,

sálin lengi þess beið.

Yfir mín, herra, brot breið

borgun fyrir þinn deyð.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Bólu-Hjálmar


Drupal vefsíða: Emstrur