Skip to Content

Kvöld

Ár samið: 
1925
Texti / Ljóð: 

 


Nú blika við sólarlag sædjúpin köld; 
ó, svona’ ætti’ að vera hvert einasta kvöld, 
með hreinan og ljúfan og heilnæman blæ, 
og himininn bláan og speglandi sæ. 

Ó, ástblíða stund, þú ert unaðssæl mér, 
því allt er svo ljómandi fagurt hjá þér, 
(og hafið hið kalda svo hlýlegt og frítt, 
og hrjóstruga landið mitt vinlegt og blítt.
 )*

Og fjallhnúka raðirnar rísa í kring, 
sem risar á verði við sjóndeildarhring; 
og kvöldroðinn brosfagur boðar þar drótt
hinn blíðasta dag eftir ljúfustu nótt.
 

*(texti innan sviga er felldur út í lagi Björgvins)

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Þorsteinn Erlingsson


Drupal vefsíða: Emstrur