Skip to Content

Fýkur yfir hæðir

Ár samið: 
1923
Texti / Ljóð: 

Til mæðranna


Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel,

í fjallinu dunar, en komið er él,

snjóskýin þjóta svo ótt, svo ótt.

Auganu hverfur um heldimma nótt

vegur á klakanum kalda.

 

Hver er hin grátna, sem gengur um hjarn,

götunnar leitar, og sofandi barn

í faðmi sér hylur, og frostinu ver,

fögur í tárum? En mátturinn þver.

Hún orkar ei áfram að halda.

 

„Sonur minn góður! Þú sefur í værð,

sérð ei né skilur þá hörmunga stærð,

sem að þér ógnar, og á dynja fer.

Eilífi guðssonur hjálpaðu mér,

saklausu barninu að bjarga.

 

*Sofðu, sofðu. Ég hjúkra og hlífi þér vel.

Hjúkrar þér móðir svo grimmasta él.

Má ekki fjörinu farga.“

 

Fýkur yfir hæðir og frostkalda leið,

og fannburðinn eykur um miðnæturskeið.

En snjóskýjabólstrunum blásvörtu frá,

beljandi vindur um hauður og lá,

í dimmunni þunglega þýtur.

 

Svo þegar dagur úr dökkvanum rís.

dauð er hún fundin und kolbláum ís.*

En sól móti sveininum lítur.

 

Því að hann lifir og brosir og býr.

Bjargandi móður í skjólinu hlýr,

reifaður klæðnaði brúðar, sem bjó

barninu værðir og lágt undir snjó.

Fölnuð í frostinu sefur.

 

*(Söngtextanum ber ekki alveg saman við ljóðið á nokkrum stöðum. Hér er hann eins og hann kemur fyrir í nótunum. Stjörnumerkt - hér hefur texti verið felldur úr.)

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Jónas Hallgrímsson


Drupal vefsíða: Emstrur