Fáninn / Til fánans
Ár samið:
1932
Tóndæmi:
Texti / Ljóð:
Kór Menntaskólans að Laugarvatni syngur í tóndæminu
Hilmar Örn Agnarsson stjórnar
Skólasöngur ML
Rís þú unga Íslands merki,
upp með þúsund radda brag.
Tengdu í oss að einu verki
anda, kraft og hjartalag.
Rís þú, Íslands stóri, sterki
stofn, með nýjan frægðardag.
Skín þú, fáni, eynni yfir
eins og mjöll í fjallahlíð.
Fangamarkið fast þú skrifir
fólks í hjartað ár og síð.
Munist, hvar sem landinn lifir,
litir þínir alla tíð.
Hvar í riti:
Sérprent
Höfundur texta:
Einar Benediktsson