Skip to Content

Svanasöngur Kolbeins Tumasonar

Ár samið: 
1938
Texti / Ljóð: 

 

Heyr þú himnasmiður,

hvers er skáldið biður.

Kom í mjúk til mín

miskunin þín.

Því heiti´ ég á þig

þú hefur skapaðan mig.

Ég er þrællinn þinn.

Þú ert drottinn minn.

 

Guð heit ég á þig

að þú græðir mig.

Minnstu mildingur mín.

Mest þurfum þín.

Ryddu röðla gramur,

ríklyndur og framur,

hölds hverri sorg

úr hjartaborg.

 

Gættu, mildingur mig,

mest þurfum þín,

hölds hverja stund

á höldagrund.

Sendu meyjarmögur

málsefnin fögur.

Öll er hjálp af þér

í hjarta mér.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Kolbeinn Tumason


Drupal vefsíða: Emstrur