Skip to Content

Söngvísur og smálög

Reykjavík

Ár samið: 
1945
Texti / Ljóð: 

 

Heill þig vefji frjálsum faðmi,

fagra Reykjavík.

Undir ljóssins ljúfa baðmi

lifðu framarík.

 

Menntasól og sigurljómi

signi þína storð.

Nafn þitt yfir höfin hljómi

hátt, með snilldar orð.

 

Þínir eldar öllum lýsi

Íslands höfuðborg;

þínir heimar háir rísi,

hallir með  og borg.

 

Vafin ljóma geislaglóðar

grói byggðin fríð.

Lífæð sértu lands og þjóðar,

lofsæl alla tíð.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
Höfundur texta: 
Kjartan Ólafsson

Það er hart í heiminum

Ár samið: 
1956
Texti / Ljóð: 

 

Það er hart í heiminum

hvimleitt margt er við hann.

Þegja' og kvarta aldrei um

eigin hjarta sviðann.

 

Fimleik skeikar, förlar mér,

fætur reika eymdir,

gigtarveikur armur er,

æskuleikar gleymdir.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

Viltu hjá mér vaka?

Ár samið: 
1952
Texti / Ljóð: 

 

Viltu hjá mér vaka,

vinur, hlýða ljóði,

meðan blómin blaka

blíð í næturrjóði?

Ei mun okkur saka,

yljar blærinn hljóði.

 

Viltu hjá mér vaka,

tíminn líður?

Lifir lítil staka,

ljómar himinn víður.

 

Viltu  hjá mér vaka?

vermir geisli blíður.

Úti álftir kvaka.

Ómar söngur þýður.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
Höfundur texta: 
Kjartan Ólafsson

Fuglinn syngur bí bí bí

Ár samið: 
1952
Texti / Ljóð: 

 

Fuglinn minn sygur bí bí bí,

í brakandi þerrinum leika sér ský

og leynast og liðast í gárum.

En landið mitt liggur í sárum.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
Höfundur texta: 
Einar H. Kvaran

Þegar flýgur fram á sjá

Ár samið: 
1935
Texti / Ljóð: 

 

Þegar flýgur fram á sjá,

fagra vorið bráðum

margar kveðjur Ísland á

undir vængjum báðum.

Blóm á engi, álf við foss

ætlar það að finna;

Þá fær hver sinn heita koss

hafnarvina sinna.

 

Syngdu vor með sætum róm,

syngdu um holt og móa,

hvar sem lítið lautarblóm

langar til að gróa;

færðu þeim þar föngin sín

full af sumargjöfum;

kær er öllum koma þín,

kærust norður í höfum.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
Höfundur texta: 
Þorsteinn Erlingsson

Löngun

Ár samið: 
1953
Texti / Ljóð: 

 

Æ, ef þessa dals úr djúpi,

dauðaköldum þokustað,

fyndi' ég leið að ljósum gnúpi,

lán hið mesta væri það.

 

Háar lít ég hæðir þarna,

hlaðnar blómgun ár og síð,

hefði' ég fugla fjaðrir arna,

flygi ég þangað upp í hlíð.

 

Vakna sé ég valtan nökkva,

vantar ferjumanninn þó,

Ekkert hyk, í stafn skal stökkva.

Styrkur himna seglin bjó.

 

Von skal treysta, vogun beita,

veð af guðum fást ei kann,

undur má þér aðeins fleyta

undra láðs í fagurt rann.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
Höfundur texta: 
Sehnsucht
Höfundur - annar: 
Steingrímur Thorstiensson þýddi

Ó, blessuð vertu sumarsól

Ár samið: 
1953
Texti / Ljóð: 

 

Ó, blessuð vertu sumarsól,

er sveipar gulli dal og hól

og gyllir fjöllin himinhá

og heiðarvötnin blá.

 

Nú fossar, lækir, unnir, ár

sér una við þitt gyllta hár,

nú fellur heitur haddur þinn

á hvíta jökulkinn.

 

Þú klæðir allt í gull og glans,

þú glæðir allar vonir manns,

og hvar sem tárin kvika' á kinn

þar kyssir geislinn þinn.

 

Þú  fyllir dalinn fuglasöng,

nú finnast ekki dægrin löng,

og heim í sveitir sendirðu æ.

Úr suðri hlýjan blæ.

 

Þú frjógar, gleður fæðir allt

um fjöll og dal og klæðir allt,

og gangirðu' undir gerist kalt,

þá grætur þig líka allt.

 

Ó blessuð vertu sumarsól,

er sveipar gulli dal og hól,

og gyllir fjöllin himin há

og heiðarvötnin blá.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
Höfundur texta: 
Páll Ólafsson

Ó, vorið er lifnað í lundum (Úr sjónleiknum „Jónsmessunótt“ eftir Helga Valtýsson).

Ár samið: 
1953
Texti / Ljóð: 

 

Ó, vorið er lifnað í lundum.

Allt lifandi fær nú mál.

Nú sprettur út grasið á grundum,

og gleðin ungri sál.

 

Og hjartað mitt grætur af fleði.

Ó Guð, er það sorg mín sem hlær.

Ég þekki mig ekki aftur.

Ég, sem varbarn í gær.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
Höfundur texta: 
Helgi Valtýsson

Þá verður nóttin heiðbjört hljóð, (Úr ævintýrasjónleiknum „Jónsmessunótt“ eftir Helga Valtýsson).

Ár samið: 
1953
Texti / Ljóð: 

 

Þá verður nóttin heiðbjört hljóð

ég hlakka til að vakna

við faðmlög heit og ástaróð,

við æskulífsins töfra glóð.

Um okkar fund í laufgum lund

hver lítill fugl mun kvaka.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
Höfundur texta: 
Hulda

Heiðlóarkvæði

Ár samið: 
1953
Texti / Ljóð: 

 

Snemma lóan litla í

Lofti bláu „dirrin dí“

undir sólu syngur,

„Lofið gæsku gjafarans,

grænar eru sveitir lands,

fagur himinhringur.

 

Ég á bú í berjamó.

Börnin smá í kyrrð og ró,

heima' í hreiðri bíða.

Mata' ég þau af móðurtryggð,

Maðkinn tíni  þrátt um byggð

eða flugu fríða.“

 

Lóan heim úr lofti flaug

(Ljómaði sól um himinbaug,

blómi grær á grundu)

til að annast unga smá.

Alla étið hafði þá

hrafn fyr' hálfri stundu.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
Höfundur texta: 
Jónas Hallgrímsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur