Skip to Content

Reykjavík

Ár samið: 
1945
Texti / Ljóð: 

 

Heill þig vefji frjálsum faðmi,

fagra Reykjavík.

Undir ljóssins ljúfa baðmi

lifðu framarík.

 

Menntasól og sigurljómi

signi þína storð.

Nafn þitt yfir höfin hljómi

hátt, með snilldar orð.

 

Þínir eldar öllum lýsi

Íslands höfuðborg;

þínir heimar háir rísi,

hallir með  og borg.

 

Vafin ljóma geislaglóðar

grói byggðin fríð.

Lífæð sértu lands og þjóðar,

lofsæl alla tíð.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
Höfundur texta: 
Kjartan Ólafsson


Drupal vefsíða: Emstrur