Þegar flýgur fram á sjá
Ár samið:
1935
Texti / Ljóð:
Þegar flýgur fram á sjá,
fagra vorið bráðum
margar kveðjur Ísland á
undir vængjum báðum.
Blóm á engi, álf við foss
ætlar það að finna;
Þá fær hver sinn heita koss
hafnarvina sinna.
Syngdu vor með sætum róm,
syngdu um holt og móa,
hvar sem lítið lautarblóm
langar til að gróa;
færðu þeim þar föngin sín
full af sumargjöfum;
kær er öllum koma þín,
kærust norður í höfum.
Hvar í riti:
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
Höfundur texta:
Þorsteinn Erlingsson