Heiðlóarkvæði
Ár samið:
1953
Texti / Ljóð:
Snemma lóan litla í
Lofti bláu „dirrin dí“
undir sólu syngur,
„Lofið gæsku gjafarans,
grænar eru sveitir lands,
fagur himinhringur.
Ég á bú í berjamó.
Börnin smá í kyrrð og ró,
heima' í hreiðri bíða.
Mata' ég þau af móðurtryggð,
Maðkinn tíni þrátt um byggð
eða flugu fríða.“
Lóan heim úr lofti flaug
(Ljómaði sól um himinbaug,
blómi grær á grundu)
til að annast unga smá.
Alla étið hafði þá
hrafn fyr' hálfri stundu.
Hvar í riti:
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
Höfundur texta:
Jónas Hallgrímsson