Skip to Content

Sönglög fyrir sólóraddir

Eitt lítið blóm

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

Eitt lítið blóm; og döggvott grasið gleymir sér,

og grætur um nótt,

það er guðað hljótt.

Og vorblærinn leikur um vanga þinn,

þú veist, þú átt allan huga minn.

Eitt lítið blóm.

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Sigurður Eggerz

Brúðurin á Dröngum

Ár samið: 
1931
Texti / Ljóð: 

Færist haust yfir hálönd víð,

hrím klæðir lauf og runna.

Bylgjur syngja um storm og stríð.

Stafa´ ekki lengur drang og hlíð.

Lækirnir gráta, lækirnir gráta

„hverful er sumarsunna.

Enginn kann tveimur að unna.

 

Vorljóðum kaldan veturinn

verð ég að syngja og kunna.

Sál minni blæðir, blæðir inn.

Brýt ég við klettinn stengleik minn.

Leistu mig drottinn, leistu mig drottinn.

„Hverful er sumarsunna.

Enginn kann tveimur að unna.“

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Hulda

Fýkur yfir hæðir

Ár samið: 
1923
Texti / Ljóð: 

Til mæðranna


Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel,

í fjallinu dunar, en komið er él,

snjóskýin þjóta svo ótt, svo ótt.

Auganu hverfur um heldimma nótt

vegur á klakanum kalda.

 

Hver er hin grátna, sem gengur um hjarn,

götunnar leitar, og sofandi barn

í faðmi sér hylur, og frostinu ver,

fögur í tárum? En mátturinn þver.

Hún orkar ei áfram að halda.

 

„Sonur minn góður! Þú sefur í værð,

sérð ei né skilur þá hörmunga stærð,

sem að þér ógnar, og á dynja fer.

Eilífi guðssonur hjálpaðu mér,

saklausu barninu að bjarga.

 

*Sofðu, sofðu. Ég hjúkra og hlífi þér vel.

Hjúkrar þér móðir svo grimmasta él.

Má ekki fjörinu farga.“

 

Fýkur yfir hæðir og frostkalda leið,

og fannburðinn eykur um miðnæturskeið.

En snjóskýjabólstrunum blásvörtu frá,

beljandi vindur um hauður og lá,

í dimmunni þunglega þýtur.

 

Svo þegar dagur úr dökkvanum rís.

dauð er hún fundin und kolbláum ís.*

En sól móti sveininum lítur.

 

Því að hann lifir og brosir og býr.

Bjargandi móður í skjólinu hlýr,

reifaður klæðnaði brúðar, sem bjó

barninu værðir og lágt undir snjó.

Fölnuð í frostinu sefur.

 

*(Söngtextanum ber ekki alveg saman við ljóðið á nokkrum stöðum. Hér er hann eins og hann kemur fyrir í nótunum. Stjörnumerkt - hér hefur texti verið felldur úr.)

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Jónas Hallgrímsson

Svanaljóð

Ár samið: 
1940
Texti / Ljóð: 

 

Ég hlusta fanginn á svanasönginn,

hans seiður angar af vötnum blám,

sem bárur hrynji, sem bylgju þröngin

og brjóstin stynji af duldum þrám.

Ég hlusta fanginn á svanasönginn,

hans seiður angar af vötnum blám.

 
Ó, sorg, þú ómar í svanaljóði,
með silfurhljóm yfir vötn og jörð.
Við kveldaglóðir, í geisla flóði,
er glituð blóði hin hvíta hjörð,
og sorgin ómar í svanaljóði
með silfurhljóm yfir vötn og jörð.
 
Þar svífur andi á vatnavogum,
sem vængi þandi um loftin blá.
Og eldur logar í unnar sorgum,
en óma vogar af himinþrá,
er svífur andinn  á vatnavogum,
sem vængi þandi um loftin blá.
 
Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Böðvar Bjarkan

Mánadísin

Ár samið: 
1932
Texti / Ljóð: 

Ég sé þig koma á móti mér, er máninn skín.

Og varpa töfraljóma og lífi á löndin mín.

Lokkar þínir glitra eins og gylltur foss.

Á vörum þínum mjúku sefur sólarkoss.

 

Ég þrái hvíld og kyrrð hjá þér sem kaldur skjól

og mildu, björtu brosin þín sem blindur sól.

Mitt himnaríki finnst mér vera faðmur þinn;

þar er ég sæll, þar fann ég Guð í fyrsta sinn.

 

Í minninganna mánaskini mæti ég þér,

þar vekur allt til ljóða og lífs sem liðið er.

Úr sænum rísa aftur mín óskalönd

og eins og forðum leiðir þú mig við þína hönd. 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Þú sæla heimsins svalalind

Ár samið: 
1927
Texti / Ljóð: 

Þú sæla heimsins svalalind

ó, silfurskæra tár,

er allri svala ýtakind

og ótal læknar sár.

 

Æ, hverf þú ei af auga mér,

þú ástarblíða tár,

er sorgir heims í burtu ber,

þó blæði hjartans sár.

 

Mér himneskt ljós í hjarta skín

í hvert sinn er ég græt,

en drottinn telur tárin mín

ég trúi og huggast læt. 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Kristján Jónsson

Krummavísur

Ár samið: 
1924
Texti / Ljóð: 

Krummi svaf í klettagjá,

kaldri vetrarnóttu á

verður margt að meini.

Fyrr en fagur dagur rann

freðið nefið dregur hann

undan stórum steini.

 

„Allt er frosið út í gor,

ekkert fæst við ströndu mor

svengd er metti mína.

Ef að húsum heim ég fer

heimafrakkur bannar mér

seppi´úr sorpi´að tína.“

 

Á sér krummi ýfði stél,

einnig gogginn brýndi vel.

Flaug úr fjallagjótum.

Líttur yfir byggð og bú,

á bæjum fyrr en klæðast hjú,

veifar vængjum skjótum.

 

Öll er þakin ísijörð,

ekki séð á holtabörð,

fleygir fuglar geta.

En þótt leiti út um mó

auða hvergi lítur tó.

Hvað á hrafn að éta? 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Jón Thoroddsen

Ég þig tilbið

Ár samið: 
1923
Texti / Ljóð: 

Ég þig tilbið, ég þín leita,

ómaklegan þó mig finn;

æ, virst þú mig aumum veita,

endurnæring, drottinn minn.

Til þín mæmi ég,

taktu mig í faðminn þinn. 

 

Sólin hylst í hafsins djúpi

hennar sýrð nú hverfur mér;

jörðin sveipast sorta hjúpi,

samt er, drottinn, bjart hjá þér. 

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Sr. Páll Jónsson

Streymið öldur

Ár samið: 
1932
Texti / Ljóð: 

Streymið, öldur, upp að sandi

aukið blíðan klið.

Allt er þögullt inn á landi,

einar syngið þið.

 

Syngið þið mér saklaus kvæði,

særðum hugafró;

Svo að minna sárin blæði

sem mér heimur sló. 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Hulda

Draumadísin

Ár samið: 
1933
Texti / Ljóð: 

Í svefni ég sé þig værum, 

þitt svífur fleyið dátt

á sævi silfur skærum

við sætan hörpuslátt.

 

Und friðar björtum boga 

þú birtist mér í dúr.

Sem sól ég lít þig loga

er laugar sumarskúr.

 

Þinn hljóm er ljúft að heyra

og himinfegurð sjá,

en eitt er öllu meira

sem aldrei deyja má.

 

Þín mildin miskunandi

og meðaumkvunar hryggð.

Þinn  elskuríkur andi

og innilega tryggð.

 

Hver kann sem þú að þýða

allt það sem augun tjá,

við þrautir þolgóð stríða

og þerra grátna brá?

 

Þeim sorgin sætast gleymist,

er sólhýrt bros þitt skín.

Hver draumur sætast dreymist

í dýrðarörmum þín.

 

Um morgun æfi minnar

ég man það geislabál

sem vitund veru þinnar

mér vakti ungri sál. 

 

Það kom frá himnahöllu

allt heilagt leist mér þá.

Þú fagra, fyrst af öllu

ég fann þig, heyrði og sá.

 

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Steingrímur Thorsteinsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur