Komum tínum berin blá
Heiti verks:
STRENGLEIKAR
Þátttur númer:
Annar þáttur
Númer í Kantötu:
22
Lengd í mín:
4:35
Ár samið:
1915-1932
Texti / Ljóð:
Komum, tínum berin blá!
bjart er norðurfjöllum á,
svanir fljúga sunnan yfir heiði.
Hér er laut og hér er skjól,
hér er fagurt, - móti sól
gleðidrukkinn feginsfaðm ég breiði.
Sko, hvar litla lóan þaut
langt í geiminn frjáls á braut, -
þröstur kveður þarna’ á grænum meiði!
Ertu’ að syngja um ástvin þinn,
elsku-litli fuglinn minn,
eru nýir söngvar enn á seiði?
Þú ert ungunr eins og ég,
elskar, þráir líkt og ég. –
förum seinast sama veg,
syngjum, deyjum, þú og ég, -
litli vin á lágum grænum meiði
langt uppi’ á heiði!
Hvar í riti:
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta:
Guðmundur Guðmundsson