Kvöld í skógi
Ár samið:
1935
Texti / Ljóð:
Alein kom ég í kyrran skóg, um sumarkvöld
þráin laðaði, þögnindró, um sumarkvöld.
En áin niðaði svefnljóð sín,
er sveipað allt var í daggarlín, um sumarkvöld.
Og máninn skein yfir skógarbrún, þá sumarnótt.
Á vatni glitaraði geislarún, um sumarnótt.
Og stjörnur blikuðu blítt og rótt
á bláum feldi um þögla nótt, um sumarnótt.
Hver bjarkar krúna var blaðafull.
Í laufi glitraði lýsigull, mánagull.
En álfabörnum var dillað dátt,
þau drógu gull sín fram þá nátt, sín skógargull.
Hvar í riti:
Sextíu og sex einsöngslög
PDF skjal:
Höfundur texta:
Margrét Jónsdóttir