Í rökkurró (karlakór - úr Strengleikum)
Ár samið:
1932
Tóndæmi:
Texti / Ljóð:
Í rökkurró hún sefur
með rós að hjarta stað.
Sjá haustið andað hefur
í hljóði´ á liljublað.
Við bólið blómum þakið
er blækyrr helgiró.
Og lágstillt lóu kvakið
er liðið burt úr mó.
Í haustblæ lengi lengi
um lingmó titrar kvein.
Við sólhvörf silfri strengi
þar sorgin bærir ein.
Hvar í riti:
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta:
Guðmundur Guðmundsson