Klukkna hljóð
Ár samið:
1935
Texti / Ljóð:
Greini ég frá grafreit svörtum
grátinn söng.
Lag sitt þrumar lostnum hjörtum
Líkaböng.
Grúfir yfir kirkjukrossum
kvöldsins húm.
Tregi fyllir tárafoss
um tíma' og rúm.
Kertaljósum kulið grandar,
kveljast menn.
Heljargusti hrolli andar
hringt er enn.
Hvar í riti:
88 KÓRLÖG
Höfundur texta:
Jóhannes úr Kötlum