Hvar ertu?
Ár samið:
1935
Texti / Ljóð:
Hvar ertu svefnhimins engill?
Nú angar hver stjörnurós.
Og máninn sem blessun breiðir,
sitt blækyrra friðarljós.
Ei vindur né vogar bærast,
mér vaggar einveran góð,
og syngur, svo hrifin ég hlusta
sín heilögu þagnarljóð.
Hvar svífur þú svefnsins engill?
Þinn svip hjá aftni ég leit.
Þú leiðst með laufgrænan pálma
um leiftrandi daggarreit.
Döggin var dagsins grátur,
og dagsins blæðandi sár.
En greinina hægt þú hrærðir
svo hurfu vitund og ár.
Af gæsku þú geymt mér hefur,
og gengið framhjá í nótt,
svo alein ég mætti una
við eldinn, sem brennur hljótt.
Hvar í riti:
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta:
Hulda