KEA 60 ára afmælisljóð
Ár samið:
1946
Texti / Ljóð:
Nú brosir bær og sveit,
og bjart er út að sjá,
en vorsins tungu talar allt
sem tala' og syngja má.
Vér leggjum hendi' í hönd;
nú hljómi gleðilag.
Vort eftirlæti' og óskabarn
á afmæli í dag.
Nú geyma grafir þá
og góðminninga safn,
sem gáfu allra eyfirðinga óskabarni nafn.
Þeir áttu þrek og þor
og þroska til að sjá
að bræðralag er bjargið það
sem byggja skyldi á.
Hvar í riti:
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði)
PDF skjal:
Höfundur texta:
Sveinn Bjarman