Svanaljóð
Ár samið:
1940
Texti / Ljóð:
Ég hlusta fanginn á svanasönginn,
hans seiður angar af vötnum blám,
sem bárur hrynji, sem bylgju þröngin
og brjóstin stynji af duldum þrám.
Ég hlusta fanginn á svanasönginn,
hans seiður angar af vötnum blám.
Ó, sorg, þú ómar í svanaljóði,
með silfurhljóm yfir vötn og jörð.
Við kveldaglóðir, í geisla flóði,
er glituð blóði hin hvíta hjörð,
og sorgin ómar í svanaljóði
með silfurhljóm yfir vötn og jörð.
Þar svífur andi á vatnavogum,
sem vængi þandi um loftin blá.
Og eldur logar í unnar sorgum,
en óma vogar af himinþrá,
er svífur andinn á vatnavogum,
sem vængi þandi um loftin blá.
Hvar í riti:
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
PDF skjal:
Höfundur texta:
Böðvar Bjarkan