Skip to Content

Mánadísin

Ár samið: 
1932
Texti / Ljóð: 

Ég sé þig koma á móti mér, er máninn skín.

Og varpa töfraljóma og lífi á löndin mín.

Lokkar þínir glitra eins og gylltur foss.

Á vörum þínum mjúku sefur sólarkoss.

 

Ég þrái hvíld og kyrrð hjá þér sem kaldur skjól

og mildu, björtu brosin þín sem blindur sól.

Mitt himnaríki finnst mér vera faðmur þinn;

þar er ég sæll, þar fann ég Guð í fyrsta sinn.

 

Í minninganna mánaskini mæti ég þér,

þar vekur allt til ljóða og lífs sem liðið er.

Úr sænum rísa aftur mín óskalönd

og eins og forðum leiðir þú mig við þína hönd. 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi


Drupal vefsíða: Emstrur