Sólkveðja
Ár samið:
1923
Texti / Ljóð:
Dagur er liðinn, dögg skín um völlin,
dottar nú þröstur á laufgrænum kvist,
sefur hver vindblær, sól Guðs við fjöllin,
senn hefur allt að skilnaði kysst.
Dvel hjá oss Guðs sól, hverf ei með hraða,
himneskt er kvöld í þinni dýrð.
Ljósgeislum tendrast lífvonin glaða,
lýs vorri sál er burt þú flýrð.
Gullfagri ljómi, geislann þinn bjarta
gráta mun jörðin með társtrinda brá,
seg hverju blómi, seg hverju hjarta:
„senn skín þinn morgun við himin tjöld blá.“
Hníg þú nú, Guðs sól að helgum beði,
harmdögg mun breytast í fegins tár.
Kvöldhryggðin ásthrein til árdags gleði
upp rís við dýrðar morgunsár.
Hvar í riti:
Sextíu og sex einsöngslög
PDF skjal:
Höfundur texta:
Steingrímur Thorsteinsson