Skip to Content

cís1 – g2

Sólkveðja

Ár samið: 
1923
Texti / Ljóð: 

Dagur er liðinn, dögg skín um völlin,

dottar nú þröstur á laufgrænum kvist,

sefur hver vindblær, sól Guðs við fjöllin,

senn hefur allt að skilnaði kysst.

 

Dvel hjá oss Guðs sól, hverf ei með hraða,

himneskt er kvöld í þinni dýrð.

Ljósgeislum tendrast lífvonin glaða,

lýs vorri sál er burt þú flýrð.

 

Gullfagri ljómi, geislann þinn bjarta

gráta mun jörðin með társtrinda brá,

seg hverju blómi, seg hverju hjarta:

„senn skín þinn morgun við himin tjöld blá.“

 

Hníg þú nú, Guðs sól að helgum beði,

harmdögg mun breytast í fegins tár.

Kvöldhryggðin ásthrein til árdags gleði

upp rís við dýrðar morgunsár. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Steingrímur Thorsteinsson

Kvöldbæn

Lengd í mín: 
3:29
Ár samið: 
1922
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Eggert Stefánsson syngur í tóndæminu


 

Nú legg ég augun aftur.

Ó, Guð, þinn náðarkraftur

mín veri vörn í nótt.

Æ. virst mig að þér taka,

mér yfir láttu vaka 

þinn engil, svo ég sofi rótt.

 

Drottinn, nú er dimmt í heimi,

Drottinn, vertu því hjá mér.

Mig þín föðurforsjón geymi.

Faðir, einum treysti´ég þér. 

 

Nú legg ég augun aftur.

Ó, Guð, þinn náðarkraftur

mín veri vörn í nótt.

Æ. virst mig að þér taka,

mér yfir láttu vaka 

þinn engil, svo ég sofi rótt

 

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Sveinbjörn Egilsson, Páll Jónsson

Til þín ég, Drottinn, huga hef

Ár samið: 
1922
Texti / Ljóð: 

Til þín ég, Drottinn huga hef,

er harmar lífs mig þjá,

og bið af hjara: huggun gef mér,

himni þínum frá.

 

Mig örmum kærleiks veikan vef

og vota þerra brá.

Kom athvarf mitt, kom athvarf mitt,

minn anda lát þig sjá.

 

Hættan veg hræðist ég, hvert sem sný.

Syndga þrátt og safna sekt með því.

Æ er búin neyðin ný,

nálgast dauðans þrumuský.

Drottinn, því til þín ég flý.

 

 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
Höfundur texta: 
Guðmundur Einarsson, Björn Halldórsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur