Skip to Content

c1 - a2

c1 - a2

Sólin ei hverfur

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

                         Eyjólfur Eyjólfsson syngur í hljóðdæminu Anna Guðný leikur á píanó

 

Sólin ei hverfur né sígur í kaf.

Situr á Norðurhafs straumi.

Vakir í geislum hver vættur er svaf,

vaggast í ljósálfa glaumi.

Sveimar með himninum sólglitað haf

sem í draumi.

 

Miðnættið glóir við gullskýjabönd,

glymur af himneskum söngvum.

Tveir kveða svanir við rósfagra rönd,

raddhljóðum sætum og löngum

hljómar um æginn, ómar við strönd,

út með dröngum .

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Steingrímur Thorsteinsson

Draumadísin

Ár samið: 
1933
Texti / Ljóð: 

Í svefni ég sé þig værum, 

þitt svífur fleyið dátt

á sævi silfur skærum

við sætan hörpuslátt.

 

Und friðar björtum boga 

þú birtist mér í dúr.

Sem sól ég lít þig loga

er laugar sumarskúr.

 

Þinn hljóm er ljúft að heyra

og himinfegurð sjá,

en eitt er öllu meira

sem aldrei deyja má.

 

Þín mildin miskunandi

og meðaumkvunar hryggð.

Þinn  elskuríkur andi

og innilega tryggð.

 

Hver kann sem þú að þýða

allt það sem augun tjá,

við þrautir þolgóð stríða

og þerra grátna brá?

 

Þeim sorgin sætast gleymist,

er sólhýrt bros þitt skín.

Hver draumur sætast dreymist

í dýrðarörmum þín.

 

Um morgun æfi minnar

ég man það geislabál

sem vitund veru þinnar

mér vakti ungri sál. 

 

Það kom frá himnahöllu

allt heilagt leist mér þá.

Þú fagra, fyrst af öllu

ég fann þig, heyrði og sá.

 

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Steingrímur Thorsteinsson

Ó, fögur er vor fósturjörð

Ár samið: 
1933
Texti / Ljóð: 

Ó, fögur er vor fósturjörð

um fríða sumardaga,

er laufin grænu litka börð,

og leikur hjörð í haga;

En dalur lyftir blárri brún

mót blíðum sólarloga,

og glitrar flötur glóir tún

og gyllir sunna voga.

 

Og vegleg jörð vor áa er

með ísi þakta tinda.

Um heiðrík kvöld að höfði sér

nær hnýtir gullna linda

og logagneistum stjörnur strá

um strindi hulið svellum,

en hoppa álfar hjarni á,

svo heyrist duna í fellum.

 

Þú fóstur jörðin fríð og kær,

sem feðra hlúir beinum,

og lífi ungu frjóvi fær

hjá fornum bautasteinum.

Ó, blessuð vertu fagra fold

og fjöldi þinna barna,

á meðan gróa grös í mold

og glóir nokkur stjarna. 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Jón Thoroddsen
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur