Skip to Content

d1 – e2

Hann Tosti (sóló)

Lengd í mín: 
0:58
Ár samið: 
1925
Texti / Ljóð: 

Eyjólfur Eyjólfsson syngur í tóndæminu, Anna Guðný spilar

 

Við stafinn Tosti talar sinn, hann Tosti.

„Er traustur ísinn, stafur minn?“ kvað Tosti.

Í nístandi frosti.

Og stafurinn  talar Tosta við:

„Þú Tosti. Hvort traust er svellið vittu til, þú Tosti.“

Í gnístandi frosti.

Hann Tosti út á ísinn gekk, hann Tosti.

Og illa skvompu þegar fékk, hann Tosti.

Í gnístandi frosti.

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Hannes Hafstein (Þýtt)

Dags lít ég deyjandi roða.

Ár samið: 
1923
Texti / Ljóð: 

Eyjólfur Eyjólfsson syngur í tóndæminu

Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó


Dags lít ég deyjandi roða,

drekkja sér norður í sæ,

grátandi skýin það skoða,

skuggaleg uppyfir bæ.

 

Þögulust nótt allra nótta,

nákyrrð þín ofbýður mér,

stendurðu´ á öndinni´ af ótta?

Eða hvað gengur að þér?

 

Jörð yfir sofandi síga

svartýrðar lætur þú brýr.

Tár þín á hendur mér hníga,

hljótt en ég finn þau samt skír.

 

Verður þér myrkum á vegi.

Vesturför óyndisleg?

Kvíðir þú komandi degi,

kolbrýnda nótt, eins og ég?

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Björn Halldórsson

Þú sæla heimsins svalalind

Ár samið: 
1927
Texti / Ljóð: 

Þú sæla heimsins svalalind

ó, silfurskæra tár,

er allri svala ýtakind

og ótal læknar sár.

 

Æ, hverf þú ei af auga mér,

þú ástarblíða tár,

er sorgir heims í burtu ber,

þó blæði hjartans sár.

 

Mér himneskt ljós í hjarta skín

í hvert sinn er ég græt,

en drottinn telur tárin mín

ég trúi og huggast læt. 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Kristján Jónsson

Svífur að haustið

Lengd í mín: 
2:25
Ár samið: 
1918
Texti / Ljóð: 

Svífur að haustið og svalviðrið gnýr,

svanurinn þagnar og heiðlóan flýr.

Blóm eru fölnuð í brekkunum öll,

bylgjurnar ýfast og rjúka sem mjöll.

Fleygir burt gullhörpu fossbúinn grár,

fellir nú skóggyðjan iðjagrænt hár. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
Höfundur texta: 
Steingrímur Thorsteinsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur