Jónsmessunótt, þú mátt ei flýja frá oss,
fjöldinn þótt hylli þig með ys og gný.
Undranótt slík, þú átt að dvelja hjá oss,
eins og þú lifir fornum sögum í.
Lækninganótt, með lyf í daggartárum,
ljósálfanótt, með dularbros á kinn.
Mininganótt frá gömlum æskuárum,
albjarta nótt, þig tignar hugur minn.