Skip to Content

cís1 – f2

Hátt ég kalla

Ár samið: 
1931
Texti / Ljóð: 

Hátt ég kalla, hæðir fjalla

hrópið með til drottins halla.

Mínum rómi, ljóssins ljómi,

lyft þú upp að herrans dómi.

 

Ég vil kvaka, ég vil vaka 

allt til þess þú vilt mig taka.

Til þín hljóður, guð minn góður,

græt ég eins og barn til móður.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Matthías Jochumsson

Jónsmessunótt

Lengd í mín: 
2:25
Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

Jónsmessunótt, þú mátt ei flýja frá oss,

fjöldinn þótt hylli þig með ys og gný.

Undranótt slík, þú átt að dvelja hjá oss,

eins og þú lifir fornum sögum í.

 

Lækninganótt, með lyf í daggartárum,

ljósálfanótt, með dularbros á kinn.

Mininganótt frá gömlum æskuárum,

albjarta nótt, þig tignar hugur minn. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
Höfundur texta: 
Ingveldur Einarsdóttir

Karlagrobb

Ár samið: 
1926
Texti / Ljóð: 

Ungur þótti ég með söng

yndi vekja í sveinaglaumi.

Nú finnst öllum ævin löng 

er í þeir heyra drynja gömlum raumi.

 

Ungur syng sem mest þú mátt

meðan hljóð þín fagurt gjalla,

brátt því hætta í elli átt,

áður en lýðir söng þinn náhljóð kalla. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Bjarni Thorarensen
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur