Skip to Content

Karla- eða kvennakór með sóló

Útsett fyrir samkynja og ósamkynja raddir

Harmför (úr sjónleiknum „Fróðá“)

Ár samið: 
1938
Texti / Ljóð: 

 

Hrekkur þar perla af foldinni, foldinni

og fellur í sléttan sjó,

Glitrar en glatast þó.

Heyrist kalla úr moldinni, moldinni

myrkar raddir á laufgaðan skóg.

 

Yfir rósareinum rennur sólin glöð.

Anga brum og blöð ung á grænum greinum.

En vindurinn slítur þær,

frostið bítur þær,

feigðin brýtur þær.

 

Fagur var glampinn í baugunum, baugunum

er brustu við sundin dökk,

og hljóðin kveinandi klökk.

Lífið fjaraði úr augunum, augunum

ofan í kvikandi djúpið sökk.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði)
Höfundur texta: 
Jóh. Frímann.

Villtir í hafi

Ár samið: 
1938
Texti / Ljóð: 

 

Sérðu land? Sérðu land?

Spurði maður mann,

og myrkrið vef sinn um skipið spann.

Ekkert hljóð, ekkert hljóð,

aðeins gjálp og hið lága ló,

sem lognaldan dúði við kinnung og bóg.

En allt í kring veglaust og voldugt haf.

Og vindurinn svaf.

Hvar er land?

 

Ég sé land.

Hann sér land, kallar maður til manns.

Út í myrkrið er sjónum rennt.

Og fagurvængjað flýtur um borð

hið fagnandi lausnarorð.

Það er háreysti og ys.

Það er hlátur og þys.

Það er hrópað og bent.

 

Var það hér, eða hvað? Svo er hikað við.

En menn hafa engan frið.

Sástu land? Ó, en hvar?

Var það hér? Eða þar?

Þá er hljótt. Þá er ekkert svar.

Hvar erum við stödd? Ég sé ekkert land.

Svo varð aftur hljótt.

Það var auðn og nótt.

Það var ekkert land.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði)
Höfundur texta: 
Guðmundur Böðvarsson

Ég horfi ein

Ár samið: 
1934
Texti / Ljóð: 

 

Í dag skein sól á sundin blá

og seiddi þá, er sæinn þrá.

Og skipið lagði landi frá.

Hvað mundi fremur farmann gleðja?

Það syrtir að, er sumir kveðja.

 

Ég horfi ein á eftir þér,

og skipið ber þig burt frá mér.

Ég horfi ein við ystu sker,

því hugur minn er hjá þér bundinn

og löng er nótt við lokuð sundin.

 

En ég skal biðja og bíða þín,

uns nóttin dvín, 

og dagur skín.

Þó aldrei rætist óskin mín,

til hinsta dags ég hrópa' og kalla,

svo heyrast skal um heima alla.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Sko háa fossinn hvíta (Úr Strengleikum)

Lengd í mín: 
2:22
Ár samið: 
1916
Texti / Ljóð: 

Karlakór Reykjavíkur syngur í tóndæminu

tenór sóló og dúett


 

Sko, háa fossinn hvíta,

sér hátt af stalla flýta!

Það er mér ljúft að líta

hve leikur hann sér dátt;

Við geislabogann gljáa,

hinn græna, rauða, bláa,

sér lyftir hríslan háa,

í himinloftið blátt.

Hún grær á litlum grænum blett, 

sú grund er rósum fagur sett,

og perlum rignir, rignir þétt

í runna smáa niður.

Við göngum þangað, góða mín,

í gulli sólar fossinn skín,-

þar bendir okkur beint til sín,

hinn bjarti ljúfi friður!

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Syngið strengir (Úr Strengleikum)

Ár samið: 
1916
Texti / Ljóð: 

 

Syngið, strengir, svellið, titrið,

syngið lengi, hljómið snjallt!

Blóm á engi, brosið , glitrið,

blómsveig tengið lífið alt!

Kystu, sól,

hríslu á hól,

hlæið, fjólur yndisbláar!

Hulda smá,

björt á brá

barnsins þrá eg vek þér hjá,-

opna grábergs hallir háar!

Hlustið til,

hér eg vil

hefja fjölbreytt strengjaspil!

Undir tekur enginn,

einn ég hræri strenginn! 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Íslands lag

Ár samið: 
1914
Texti / Ljóð: 

Heyrið vella´ á heiðum hveri,

heyrið álftir syngja´ í veri.

Íslands er það lag.

Heyrið foss í flúðum duna,

foss í klettaskorum bruna.

Íslands er það lag.

 

Eða fugl í eyjum kvaka,

undir klöpp og skútar taka.

Íslands er það lag.

Heyrið brim á björgum svarra,

bylji þjóta, svipi snarra.

Íslands er það lag.

 

Og í sjálfs þíns brjósti bundnar,

blunda raddir náttúrunnar.

Íslands eigið lag.

Innst í þínum eigin barmi,

eins í gleði´og eins í harmi.

Ymur Íslands lag 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Grímur Thomsen
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur