Sko háa fossinn hvíta (Úr Strengleikum)
Lengd í mín:
2:22
Ár samið:
1916
Tóndæmi:
Texti / Ljóð:
Karlakór Reykjavíkur syngur í tóndæminu
tenór sóló og dúett
Sko, háa fossinn hvíta,
sér hátt af stalla flýta!
Það er mér ljúft að líta
hve leikur hann sér dátt;
Við geislabogann gljáa,
hinn græna, rauða, bláa,
sér lyftir hríslan háa,
í himinloftið blátt.
Hún grær á litlum grænum blett,
sú grund er rósum fagur sett,
og perlum rignir, rignir þétt
í runna smáa niður.
Við göngum þangað, góða mín,
í gulli sólar fossinn skín,-
þar bendir okkur beint til sín,
hinn bjarti ljúfi friður!
Hvar í riti:
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta:
Guðmundur Guðmundsson