Vetrarnóttin
Lengd í mín:
2:50
Ár samið:
1937
Texti / Ljóð:
Breiddu svörtu vængina þína,
vetrarnóttin mín,
yfir okkur seku
syndugu börnin þín.
Undir svörtum vængjum þínum
oft ég þreyttur lá,
það sést líka á fjöðrunum
sem féllu brjóst mitt á.
En margar á ég sorgir,
er sáran þjaka mér,
og það er svo gott að fela þær
í fjöðrunum á þér.
Það er svo gott að gráta
þar gleði sína og trú,
án þess nokkur viti það
aðrir en Guð og þú.
Það er svo gott að syngja þar
svo það heyrist ei.
Þú mátt ekki svíkja mig
þegar ég dey.
Veit ég að þú svíkur ekki
syndugu börnin þín.
En breiðir yfir þá vængina þína,
vetrar nóttin mín.
Hvar í riti:
Sextíu og sex einsöngslög
PDF skjal:
Höfundur texta:
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi