Um sidewalk og vorvísur
Um Sidewalk og Vorvísur.
Árið 1917 var Björgvin sem oftar á snöpum eftir vinnu aðallega fékst hann við smíðar. Um vorið 1917 hóf hann að byggja gangstéttir í ákvæðisvinnu í Leslie, en þær voru gerðar af plönkum. „Vann ég kappsamlega að því enda bar ég meira úr býtum en venjuleg daglaun. Í sambandi við þessa gangstéttar- lagningu varð til eitt af smálögum mínum að gefnu tilefni. Voru tildrögin þau að þegar ég hafði lokið ákvæðisvinnunni tilkynnti ég Hermanni Nordal það eins og vera bar (en Hermann var í bæjarstjórn Leslie og útvegaði honum vinnuna). Var þá Páll Magnússon staddur þar á skrifstofunni hjá honum, glaður og reifur að vanda og fórum við eitthvað að gaspra. Þá kvað Hermann:
Einhver þyrfti að yrkja brag,
öllu í hag er snúið.
Syngjum fagurt sigurlag
Sidewalkið* er búið.
*(sædvok = gangstétt)
Sló Páll því þegar föstu að ég skyldi gera lag við vísuna og skildum við að því. Fór ég síðan heim og gerði lagið um kvöldið og kom með það til Leslie morguninn eftir og var Páll enn staddur á skrifstofunni hjá Hermanni. Löbbuðum við nú allri þrír heim til Wilhelms Paulsons og þar sungum við Páll og frú Anna (Paulson) lagið þríraddað og gerðum góðan róm að en Wilhelm stílfærði vísuna til eitthvað betra ríms. Síðar hirti ég lagið alveg óbreitt en orti vísuna upp utan um þriðju hendinguna undir texta og titli „Lifnar hagur, lengir dag“ þetta var gert 22 árum eftir að lagið var hripað niður og er óbreytt að öllu utantextans.“
Vísan er svona:
Lifnar hagur lengir dag,
léttir mjög um sporið.
Syngjum fagurt sigurlag,
senn er komið vorið.
(BG)
Lagði hefur líka fengið nafnið Vorvísa.
Mörgum árum seinna brann Leslie og þá hafa þessi sidewalk líklega brunnið enda öll úr timbri. Til gamans er hér mynd af Björgvini með hóp af fólki, mögulega er þetta þegar hann fékk taktsokkinn margnefnda afhentan en fremst á myndinni má sjá þessi fínu sidewalk.
/files/Vorvisa%20Lifnar%20hagur_1.mp3
- Login to post comments