Skip to Content

Um nótt

Ár samið: 
1941
Texti / Ljóð: 

Horfinn er dagur, himinn er fagur, 

hýrnar við náttfaðminn kvöldstjarnan smá,

ljós öldur glitra, litgeislar titra,

ljós englar vaka mér hjá.

 

Blikar mjallvefur, blómgyðjan sefur,

bundinn er fossinn og loftið er hljótt.

Ofar en fjöllin eilífðar höllin 

opnast á tindrandi nótt. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Lárus Thórarensen


Drupal vefsíða: Emstrur