Skip to Content

Sofðu, unga ástin mín

Ár samið: 
1924
Tóndæmi: 

You are missing some Flash content that should appear here! Perhaps your browser cannot display it, or maybe it did not initialize correctly.

Texti / Ljóð: 

Eivör Pálsdóttir syngur í tóndæminu

Sofðu, unga ástin mín,

úti regnið grætur.

Mamma geymir gullin þín,

gamla leggi´ og völuskrín.

Við skulum ekki vaka´ um dimmar nætur.

 

Það er margt sem myrkrið veit.

Minn er hugur þungur.

Oft ég svartan sandin leit

svíða grænan engi reit.

Í jöklinum hljóða dauða djúpar sprungur.

 

Sofðu, unga ástin mín,

úti regnið grætur.

Mamma geymir gullin þín,

gamla leggi og völuskrín.

Við skulum ekki vaka´ um dimmar nætur.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Jóhann Sigurjónsson


Drupal vefsíða: Emstrur