Nótt
Ár samið:
1932
Texti / Ljóð:
Nú máttu hægt um heiminn líða,
svo hverju brjósti verði rótt,
og svæfa allt við barminn blíða,
þú bjarta heiða júlínótt.
Og gáttu vær að vestursölum,
þinn vinarljúfa friðarstig,
og saklaus ást í Íslands dölum
um alla daga blessi þig.
Hvar í riti:
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
PDF skjal:
Höfundur texta:
Þorsteinn Erlingsson