Skip to Content

Móðir við barn

Lengd í mín: 
3:15
Ár samið: 
1920
Texti / Ljóð: 

 

Sofðu rótt,

sígur að húmið væra.

Allt er hljótt,

elsku barnið kæra

Þú ert allt sem á ég,

eina lífið mitt.

Aðeins af að sjá þig

opnast ríki nýtt.

Ástin mín,

sofðu sætt og lengi.

Leiki sín

lög á hörpustrengi

lukkan þín. 

 

Þú, sem ei þekkir mæðu neina. 

Susu nei,

sú má ekkert reyna,

ekkert angur þekki

unga sálin þín.

Sofðu svo þú ekki

sjáir tárin mín.

Vegna þín

viljug allt ég þyldi.

Gæskan mín,

Guð í sinni mildi

gæti þín. 

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson


Drupal vefsíða: Emstrur