Harm-slagur
Ár samið:
1931
Texti / Ljóð:
Harmslagur
Mjöll fauk
fram af hamra-bungum,
frostið kyssti lá.
Sær rauk,
söng í jökum þungum
sunda-gröndum hjá.
Rok strauk
strönd um hrímga brá.
Þá sátum við inni´ og sungum,
um sólskyn og hjartans þrá.
Sól rann
rjóð á blíðu kveldi,
roða sló á mó.
Hár brann
hýrr við skýja veldi,
hafið svaf í ró.
Gull spann
gleði´ um hlíð og sjó.
En inni í földum eldi
varð úti mín von og dó.
Hvar í riti:
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta:
Guðmundur Guðmundsson