Þar lékum við okkur
Heiti verks:
STRENGLEIKAR
Þátttur númer:
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu:
6
Lengd í mín:
3:18
Ár samið:
1915-1932
Texti / Ljóð:
Þar lékum við okkur um laut og hól,
er ljómaði dögg á stráum
og morguninn nótt í faðmi fól,
en fagurlýsandi brosti sól
hjá Heklu-tindinum háum,
frá himninum fagurbláum.
Þar áin mín rennur í bugðum blá
og brosir við nesið ljósa,-
þar sáum við ljúflinga´, er sátum við hjá,
við sáum í hömrunum ljósin smá;
þar vildum við vist okkur kjósa, -
þar vöktum við milli rósa.
Ég man við reistum þar merkis-bæ
úr mislitum eyrarsteinum,
er víðirinn skalf í vorsins blæ,
sem vermdi fjöllin og eyddi snæ;
við skreyttum hann grænum greinum,
sem glitruðu´ af daggperlum hreinum.
Hvar í riti:
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta:
Guðmundur Guðmundsson